15.1.2015 | 15:20
Úrslit skólaskákmóts Flóaskóla 2015
Fimmtudaginn 15.jan var skólaskákmót Flóaskóla 2015 haldiđ. Alls voru 29 keppendur og ţví teflt á 14 borđum.
Hafđur var sá háttur á ađ allir tefldu í einum hóp. Ţannig gat einhver í 1 bekk tefld viđ 10 bekking o.s.frv. Ţetta gafst einstaklega vel. Bćđi fannast ţeim yngri spennandi ađ tefla viđ ţá eldri og öfugt. Ţađ eru allir jafnir viđ skákborđiđ óháđ aldri, líkamlegum styrk eđa ţroska.
Sigurvegari mótsins var Sigurjón Óli Ágústsson úr 5 bekk. Hann fékk 6 vinninga af 6 mögulegum og vann ţví allar sínar skákir. Sigurjón Óli er ţví skákmeistari Flóaskóla - bćđi yfir yngri og eldri.
Sigurjón Reynisson sýndi einnig frábćr tilţrif og náđi öđru sćti. Ţađ er glćsilegur árangur hjá dreng sem er í 4.bekk.
Dagur Fannar Einarsson (7.bekk) var í ţriđja sćti og Sćţór Atlason (5.bekk) var í fjórđa sćti.
Allir ţessir fjórir hafa sýnt góđa ástund á skákćfingum og greinilegt ađ ţađ skilar sér.
Veitt voru verđlaun fyrir ţann sem sigrađi í yngri (1-7 bekkur) og eldri (8-10 bekkur), samkvćmt reglum Skáksambands Íslands um skólaskák. Sigurjón Óli er sigurvegari í yngri, en Hannes Höskuldsson í eldri.
Einnig voru veitt verđlaun fyrir ţann sem sigrađi í hverjum bekk fyrir sig. Ţannig höfđu allir ađ einhverju ađ keppa.
Um bloggiđ
Skákstarf Þjótanda Flóahreppi
Fćrsluflokkar
Tenglar
Almennt
- Mótaskrá skáksambandsins Mótaskrá skáksambands Íslands
- Reglugerð um skólaskák Reglugerđ um skólaskák af vef skáksambands Íslands
- Skákfréttavefur Íslands
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
Mínir tenglar
- Skráning á póstlista Skráning á póstlista Flóaskákar
- Ókeypis skákþrautir Tilvalin stađur til ađ ţjálfa sig er ađ taka 15 min. á dag í skákţrautir.
- Flóaskóli Heimasíđa Flóaskóla
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.