Færsluflokkur: Æfingafréttir

Skákæfingar hafnar

Miðvikudaginn 26.mars var fyrsta skákæfing Þjótanda í Flóaskóla. 11 nemendur eru skráðir. Á æfingunum er helst stuðst við námsefni frá stórmeistaranum Susan Polgar. Þar er farið yfir grunnatriðin lið fyrir lið með margvíslegum æfingadæmum og skákþrautum. Einnig nýtum við skákþrautir úr bókinni Chess Mazes sem eru afbragð til þjálfunar - og krökkum finnst þær skemmtilegar :-)

Í lok æfingar eru svo tefldar æfingaskákir. Þá er hvert tækifæri notað til að þjálfa börnin maður á mann og benda þeim á hvernig þau geti bætt sig. Eins og í mörgu öðru þá gildir hér að æfingin skapar meistarann. Ennþá er hægt að skrá sig á æfingarnar: tinyurl.com/floaskak

Á fyrstu æfingunni var fjallað upp sögu og uppruna skákarinnar. Farið var yfir gang peða, framhjáhlaup og virði þeirra. Peðastríð var æft auk annara peðaþrauta.


« Fyrri síða

Um bloggið

Skákstarf Þjótanda Flóahreppi

Höfundur

Ágúst Valgarð Ólafsson
Ágúst Valgarð Ólafsson

Skákstarfi Flóaskóla í Flóahreppi og fyrir ungmennafélagið Þjótanda.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband