Fćrsluflokkur: Skákmót

Skólaskákmót Flóaskóla 2016 - úrslit

Mánudagana 29.feb og 7.mars var skólaskákmót Flóaskóla 2016 haldiđ. Alls voru 29 keppendur og ţví teflt á 14 borđum.

Hafđur var sá háttur á ađ allir tefldu í einum hóp. Ţannig gat einhver í 1 bekk tefld viđ 10 bekking o.s.frv. Haldiđ er utanum úrslit í yngri og eldri flokk samkvćmt reglum skáksambands Íslands um skólaskák

Sigurvegari mótsins var Dagur Fannar Einarsson úr 8 bekk. Hann fékk 6 1/2 vinning af 7 mögulegum og vann ţví allar sínar skákir. Dagur Fannar er ţví skákmeistari Flóaskóla - bćđi yfir yngri og eldri.

Dađi Kolviđur Einarsson átti gott mót og sigrađi í yngri flokk međ 5 1/2 vinning af 7 mögulegum.

Verđlaunaafhending á eftir ađ fara fram í samráđi viđ Flóaskóla.

Smelliđ hér til ađ sjá heildar úrslit.

Úrslit eftir yngri/eldri

Úrslit eftir bekkjum

Hér eru myndir frá mótinu


HSK Hérađsmót barna í skák - úrslit

HSK Hérađsmót barna í skák fór fram í Ţingborg í dag frá kl.10 til 13. Teflt var međ 15min umhugsunartíma. Ţetta var skemmtilegt mót međ mörgum óvćntum úrslitum. Ţađ gafst vel ađ auka tímann úr 10min í 15min enda er ţađ yfirleitt helsta verkefniđ ađ fá börnin til ađ tefla hćgar og ţannig betur.

Smelliđ hér til ađ sjá heildar úrslit - en teflt var í einum hóp.

Á ţessari vefsíđu međ úrslitum má einnig smella á einstaka keppendur til ađ sjá sögu viđkomandi keppanda.

Úrslit voru svo tekin saman eftir aldri - smelliđ hér.

Á mótinu tefldu keppendur frá ţremur ungmennafélögum.

Ţetta mót var einnig keppni á milli félaga. Stigaútreikningur er ţannig ađ fyrsta sćti gefur 6 stig - og svo taliđ niđur. Í heildina (eftir útreikning í hverjum aldursflokki fyrir sig) urđu úrslit ţessi:

  • UMF Hekla - 20 stig
  • UMF Ţjótandi - 20 stig
  • UMF Gnúpverja - 7 stig

UMF Hekla hefur unniđ ţessa stigakeppni undanfarin ár en núna er UMF Ţjótandi farin ađ veita Heklu verđuga keppni.

Hér smá sjá myndir af mótinu.


Skólaskákmót Flóaskóla 2016

Mánudaginn 29.febrúar verđur skólaskákmót Flóaskóla haldiđ - fyrir nemendur í Flóaskóla. Ţađ ţarf ekki ađ skrá sig á ţađ, mótiđ verđur haldiđ í Ţjórsárveri fyrir hádegi á skólatíma. Gott er ađ rćđa ţetta viđ börnin - og jafnvel taka nokkrar ćfingaskákir heima :-)

Eins og í fyrra ţá verđur teflt í einum hóp - en haldiđ utanum úrslit í yngri (1-7 bekkur) og eldri (8-10 bekkur).

Smelliđ hér til ađ sjá úrslit mótsins í fyrra.


Páskaeggjaskákmót Ţjótanda 2016

Páskaeggjaskákmót Ţjótanda verđur haldiđ í Ţjórsárveri laugardaginn 19.mars kl.10 - áćtluđ mótslok eru kl.13

Mótiđ er ćtlađ bćđi börnum og fullorđnum.

Ţađ er gott ađ taka smávegis nesti međ sér ađ maula á milli umferđa.

Nánari upplýsingar og skráning - smelliđ hér


HSK Hérađsmót barna í skák 2016

Dagsetning: Laugardagurinn 27.febrúar kl.10-15
Stađsetning: Ţingborg í Flóahreppi
Öll börn á starfssvćđi HSK og á grunnskólaaldri eru velkomin.

Aldursskipting verđur:

  • 10 ára og yngri
  • 11-13 ára
  • 14-16 ára

Umhugsunartími verđur 15 min.

Ţađ er gott ađ taka međ sér smá nesti. Nánari upplýsingar í netfanginu agust@agust.org

Smelliđ hér til ađ skrá keppanda á mótiđ


Nýársskákmót Ţjótanda 2016 - úrslit

Nýársmót Ţjótanda 2016 var haldiđ laugardaginn 2.jan kl.10-12:30. Ţáttaka var góđ, 14 keppendur tefldu 7 umferđir á 7 borđum.

Úrslit - 3 efstu

  1. Sverrir Unnarsson - 6 vinningar
  2. Ágúst Valgarđ Ólafsson - 6 vinningar
  3. Ţórbergur Hrafn Ólafsson - 5 vinningar

Ţetta var skemmtilegt mót - m.a. unnu grunnskólanemar nokkra úr hóp fullorđinna. Ágúst vann Sverri í annari umferđ en tapađi svo í 5.umferđ fyrir Ţórbergi bróđur sínum eftir ađ hafa fórnađ hrók í mátssókn sem rann út í sandinn.

Hćgt er ađ smella á einstakar umferđir undir History - m.a. er ţetta fyrsta umferđ.

Hér er hćgt ađ skrá sig á póstlista og fá ţannig tölvupóst af ţví helsta tengt floaskak.blog.is

 


Nýársskákmót Ţjótanda 2016

ATH: Breytt stađsetning - mótiđ verđur haldiđ í Ţjórsárveri

Nýársskákmót Ţjótanda 2016 verđur haldiđ í Ţjórsárveri laugardaginn 2.jan kl.10-12:30.
Tefldar verđa 7 umferđir međ Svissnesku kerfi međ 10 min. umhugsunartíma á mann. Haldiđ verđur utanum röđun keppanda í ţremur flokkum:

  1. Yngri - grunnskólanemar
  2. Eldri - eldri er grunnskólanemar
  3. Samtals (yngri+eldri)

Ekki er ţörf á ađ skrá sig fyrirfram.

Nánari upplýsingar veitir Ágúst Valgarđ í síma 860-1895


Íslandsmót barnaskólasveita 2015

Helgina 25-26 apríl fór fram Íslandsmót barnaskólasveita 2015 í Rimaskóla fyrir börn í 1-7 bekk.

Flóaskóli sendi tvćr sveitir til ţáttöku. Ţetta var fjölmennt mót međ 48 sveitum, fjögur börn í hverri sveit.

Tefldar voru alls 9 umferđir (5 á laugard, 4 á sunnud). 10|5 umhugsunartími eđa 10min. og svo 5 sek. bćtt viđ eftir hvern leik. Afar hentugur umhugsunartími ţví međ ţessu móti lenda menn seint í tímahraki - og langar skákir fá aukinn tíma.

Flóaskóli A var ţannig skipuđ (vinningar hvers borđs í sviga fyrir aftan):

  1. Dagur Fannar Einarsson (4 1/2)
  2. Sigurjón Óli Ágústsson (6)
  3. Patrekur Máni Jónsson (7) (Sunnulćkjarskóli)
  4. Guđmundur Björgvin Guđmundsson (1) (Kerhólsskóli)

Flóaskóli A lenti í 19 sćti međ 18 1/2 vinning samtals.

Flóaskóli B var ţannig skipuđ:

  1. Sigurjón Reynisson (6)
  2. Dađi Kolviđur Einarsson (3 1/2)
  3. Guđbergur Davíđ Ágústson (3 1/2)
  4. Atli Hrafn Lárusson (3) (Kerhólsskóli)

Flóaskóli B lenti í 37 sćti međ 16 vinninga samtals.

Hćgt er ađ sjá nánari úrslit hér.

Eins og sést ţá fengum viđ 3 keppendur ađ láni úr öđrum skólum.

Ţetta var skemmtilegt mót og viđ stefnum klárlega ađ ţví ađ taka ţátt aftur á nćsta ári. Viđ skipun í sveitir ađ ţessu sinni horfđum viđ til ţess ađ hafa eina sveit sem vćri skipuđ börnum 4 bekk og yngri - ţví veitt eru sérstök verđlaun fyrir ţá sveit skipuđ 4 bekk og yngri sem nćr bestum árangri. Eftir á ađ hyggja hefđi veriđ betra ađ skipa sveitirnar eingöngu eftir styrkleika - t.d. ađ Sigurjón Reynisson hefđi veriđ á 4 borđi í Flóaskóli A sveit.

Ţáttaka í ţessu móti var góđ ćfing. Menn lćrđu hvađ ţađ skiptir miklu máli ađ einbeita sér og tefla til sigurs. Einnig lentu sumir í ţví ađ patta andstćđing međ gjör unniđ tafl í höndunum. 

Ţađ eflir áhuga og hvetur krakka til dáđa ađ taka ţátt í móti sem ţessu. Viđ höldum ţví ótrauđ áfram međ skákćfingar og ţáttöku í mótum eftir ţví sem tök eru á.

Hér má sjá nokkrar myndir af mótinu.

 

 


Íslandsmót barnaskólasveita

Íslandsmót barnaskólasveita í skák fer fram í Rimaskóla Grafarvogi dagana 25. og 26. apríl nćstkomandi. Sjá nánar hér: http://www.skak.blog.is/blog/skak/entry/1691855/
 
Ţađ er unniđ ađ ţví ađ Flóaskóli sendi eina eđa jafnvel tvćr sveitir á mótiđ. Ég verđ í sambandi viđ foreldra nćstu daga til skrafs og ráđagerđa.

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Um bloggiđ

Skákstarf Þjótanda Flóahreppi

Höfundur

Ágúst Valgarð Ólafsson
Ágúst Valgarð Ólafsson

Skákstarfi Flóaskóla í Flóahreppi og fyrir ungmennafélagið Þjótanda.

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband